Sjálfstæðisflokkurinn heldur fylgi sínu, með endurnýjun?

Það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir okkur Sjálfstæðismenn að halda fylginu.  Hins vegar er athyglivert að könnunin var gerð áður en Árni Matthiesen lýsti því yfir að hann byði sig ekki fram!  Spurning hvort við munum sakna hans í næstu könnun ?

Þetta getur þó ekki flokkast sem nákvæm úttekt.  Ég hnaut um þessa greiningu á innkomu Ragnheiðar Elínar í kjördæmið.

"Alls gefa 17 kost á sér í prófkjörinu sem fram fer 14. mars. Ætla verður að alþingismennirnir standi sterkir að vígi  þegar út í prófkjörsslaginn er komið en nú vill svo til að fjórði alþingismaðurinn bætist í hópinn; Ragnheiður Elín Árnadóttir færir sig úr Kraganum í Suðurkjördæmi en hún er fædd og uppalin í Keflavík. Ekki er hægt að útiloka að sú ákvörðun komi verr við Reyknesinginn Björgu en þá  Árna og Kjartan á þann veg að atkvæðin á Reykjanesi dreifist meira þótt hitt sé til í dæminu að Reyknesingar fyllist eldmóði um að koma þessum konum báðum á þing."

Ragnheiður Elín og Árni Johnsen bjóða sig fram í fyrsta sæti, en síðast þegar ég vissi ætluðu Kjartan og Björk (ekki Björg) í annað sæti.

Þannig eru Ragnheiður og Björk ekki að kljást um sama sætið og því erfitt að sjá hvernig þetta komi dreifingu atkvæða á Reykjanesi við.  Hvort það verði niðurstaða prófkjörsins að þær hljóti tvö efstu sætin er allt annað mál.  En útfrá alhæfingunni um að atkvæðin á Reykjanesi leiti til Reyknesinga getur varla verið að þær þurfi að hafa áhyggjur hvor af annari á meðan þær sækjast ekki eftir sama sætinu.

Síðan eru það eflaust smámunir hjá mér að agnúast út í það, en í umfjöllun um hina flokkana er sérstaklega tiltekið hverjir bjóða sig fram í annað sætið.  En í umfjöllun um Sjálfstæðisflokkinn er ekki minnst á Unni Brá sveitarstjóra í Rangárþingi eystra sem gerir það ásamt fyrrnefndum þingmönnum.


mbl.is Fréttaskýring: Endurnýjun í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband